Uppleggið
Efnishluti 1 Kafli 1 Hluti 1
Velkomin(n) á námskeiðið Lesfimi. Lestrarörðugleikar eru alvarlegt mál og full ástæða til að takast á við þá skipulega, og með aðferðum sem sýnt hafa góða raun þegar annað hefur brugðist.
Uppskipting námskeiðs í A og B hluta
Í A hlutanum einblínum við á hugmyndafræði og þjálfun í tengslum við grunntákn og bókstafi.
Í B hlutanum skoðum við hugtakaleirun og lestraræfingar.
Yfirferðin þín
Mikilvægt er að fara fyrst í gegnum allt efni og æfingar A hluta, ÁÐUR en þú heldur áfram í B hlutann.
Farðu fyrst í gegnum ALLT efni hlutans, áður en þú hefst handa.
Þannig færðu góða yfirsýn og skilning á verkefninu sem býður. Þetta námskeið er hugsað fyrir foreldra/forráðamenn/stuðningsaðila, en ekki barnið sjálft.
Vinnulag
Það er í raun engin sérstök tímapressa á þér að fara í gegnum efnið. Þó mæli ég með að halda dampi, og láta ekki líða langan tíma á milli. Það verður bara til þess að þú dettur alveg úr gírnum.
En gefðu þér góðan tíma í að fara í gegnum efnið fyrst, nokkra hluta í hvert sinn þar til yfir lýkur. Þú verður þá tilbúin að framkvæmdahlutann sjálfan.
Hins vegar, þegar kemur að því að vinna með barninu sjálfu, mæli ég með reglulegri dagskrá, helst alla virka daga. Daglegur æfingatími getur verið í kringum 20 mínútur.
Þetta þarftu til æfinganna
Námskeiðinu er skipt upp í fyrri hluta og seinni hluta. Þegar þú hefur farið í gegnum efni hvors hluta muntu hefjast handa. Þegar þeim æfingahluta er lokið, muntu fara í gegnum seinni hlutann og hefjast svo handa þar.
Þú þarft:
Tímaáætlun
Ég ráðlegg þér að hugsa þetta til lengri tíma. Það tekur tíma að greiða úr lestrarörðugleikum og því er gott að gera ráð fyrir 6-12 mánuðum þar sem lestrarnámið tekur mið af þessum aðferðum.
Engar áhyggjur. Við fléttum þetta við hefðbundinn heimalestur, svo heildartíminn þarf ekki að vera nema 15-25 mínútur á dag eftir atvikum.
Aðstoð og spurningar
Ef þú þarft aðstoð eða hefur spurningar, þá er velkomið að hafa samband við mig.
Gangi ykkur vel,
Kolbeinn Sigurjónsson, kolbeinn@betranam.is
Betra nám