Einbeitingarvandi?

Margir byrjendur eiga erfitt með að halda einbeitingu við lestur.  Það þarf ekki að þýða að um athyglisbrest sé að ræða. Að læra að lesa tekur einfaldlega á og þá er eðlilegt að úthaldið sé lítið.

En veistu hvað?

More...

Heili okkar er á mismunandi bylgjulengdum, og það fer eftir hugarástandi hverju sinni á hvaða bylgju við erum!

Þessar heilabylgjur má mæla með svokallaðri “EEG” mælingu, og sem dæmi þá erum við oftast á “delta” eða “þeta” bylgju þegar við sofum.

Hans Berger er upphafsmaður EEG tækninnar, sem rekja má aftur til 1930.  Í framhaldi af uppgötvuninni fylgja margar rannsóknir sem sýndu fram á að mögulegt var að örva þessar bylgjur með hljóðtækni.

“Alfa” bylgjur þýða að við erum að láta hugann reika að við skapandi iðju.  Engin bylgja er beinlínis betri en önnur.

En það getur verið erfitt að einbeita sér þegar við erum á “alfa” bylgju.  Þá finnum við fyrir því að hugurinn reikar stanslaust og við eigum með að læra.

En hvaða bylgja er góð fyrir lestur?

“Beta” og “Gamma” bylgjur eru há bylgjutíðni sem við erum á þegar við erum mjög einbeitt.  Eftirtektin er þá meiri og við eigum auðveldara með að meðtaka og fylgjast með.

Er hægt að stjórna þessu?

Stutta svarið er já.  Um áratugaskeið hafa hljóðbylgjur verið notaðar auvelda okkur að ná vissu hugarástandi.  Þetta eru algjörlega hættulaus hljóð sem líkjast suði.

Oft er tónlist sett “yfir” suðið, því það skiptir í raun ekki máli hvort vitundin taki eftir suðinu.  “Suðið” eða hljóðið hefur áhrif á undirvitundina.

Með því að hlusta á mismunandi hljóðtíðni í vinstra og hægra eyra næst betur það hugarástand sem hlustandinn sækist eftir.

Hvort sem við viljum bæta einbeitingu, auka slökun eða örva sköpunargáfuna, þá er þetta þekkt leið.

Athugaðu að þetta er ekkert nýtt, ef tíðni heilabylgja þinna væri mæld núna værir þú líklega á “Beta” tíðni (þar sem þú ert einbeitt(ur) að lesa).

Þegar þú lokar augunum og slakar á og finnur að hugurinn fer að reika, þá ertu líklega á “Alfa” bylgju.

Gamma hljóðbylgjur fyrir lærdóm

Gamma hljóðbylgjur eru taldar hjálpa til við lærdóm, auka minni og upplýsingavinnslu.  Þetta er ein hæsta bylgjutíðnin og tengist einnig athygli og minnisgetu.

Rannsóknir hafa sýnt fram að bætta getu þátttakenda til að vinna úr upplýsingum, aukin hæfni til að útiloka truflun úr umhverfinu, aukið skammtímaminni og geta til að muna raðir, auk þess sem gamma hljóðbylgjur bættu reiknigetuna (Olmstead R. Use of auditory and visual stimulation to improve cognitive abilities in learning-disabled children. J Neaurother. 2005;9(2):49-61).

Hvernig tengist þetta Lesum hraðar þjálfuninni?

Með því að ýta á “heyrnartólin” efst á skjánum getur þú kveikt á bakgrunnshljóði sem inniheldur “gamma” hljóðtíðni sem hjálpar til við athygli og einbeitingu.

Athugaðu að nota heyrnartól og best er að hafa suðið stillt á lágan styrk.  Nóg er að hafa hljóðið svo lágt að barnið sé á mörkunum að heyra það.

Þannig truflar hljóðið ekki og það má alls ekki vera svo hátt að það sé pirrandi eða þreytandi.  Best er að

hafa það svo lágt að það heyrist varla nema hlustað sé eftir því, og það er í góðu lagi að “gleyma” því meðan á æfingunni stendur.

Það er algjörlega valfrjálst að nota hljóðbylgjurnar til að bæta einbeitingu barnsins.  Eins og áður segir er mikilvægt að stilla á lágan hljóðstyrk.


Ath. Þessi virkni kemur inn í útgáfu 1.1.3 af Lesum hraðar æfingaforritinu.

Þú getur lesið meira um þessar áhugaverðu hljóðbylgjur hér og á vef MentalHealthDaily.com.

About the Author

Leave a Reply 0 comments

Leave a Reply: