Er þitt barn í 1.-4. bekk og fer hægt af stað í lestri?
Lesum hraðar er einstök lestrarþjálfun sem eykur hraða og snerpu hjá byrjendum í lestri
- með einungis 5 mínútna daglegum æfingum.
Áhyggjur af lestrinum?
Gengur þínu barni illa að ná tökum á lestri? Er úthaldið lítið? Ruglast það á bókstöfum eða hikar það ítrekað á orðum?
Hraðari lestur
Eigi lesturinn að komast vel af stað er mikilvægt að barnið þitt nái að nefna bókstafi og algeng orð án umhugsunar. Því leggjum við áherslu á einfaldar en stuttar snerpuæfingar.
Skýr markmið
Reikistefna er þreytandi fyrir alla og hægar framfarir draga úr áhuga barnsins á lestri. Með stuttum en afmörkuðum æfingum finnur barnið þitt dagamun á eigin getu sem hvetur það áfram til frekari dáða.
Stuttur æfingatími
Ungir lesendur hafa oft lítið úthald og þolinmæðin af skornum skammti þegar heim er komið eftir langan dag. Lesum hraðar námskeiðið státar af stuttum æfingum eða einungis um 5 mínútum á dag.
Kvíði
Barn sem fer hægt af stað í lestri getur fyllst vanmáttarkennd og óöryggið getur birtist í ýmsum myndum. Lesum hraðar þjálfunarnámskeiðið dregur markvisst úr þessum tilfinningum með einfaldri framsetningu.
Stuðningur
Margir foreldrar upplifa sig ráðþrota þegar lestrarnámið fer ekki vel af stað. Við leggjum okkur fram um að veita stuðning og ráðgjöf til foreldra, bæði í tölvupósti og í Facebook hópi námskeiðsins. Við stöndum og föllum með ykkar árangri.
Hagkvæmt
Einkakennsla er dýr og sértæk úrræði geta kostað tugi þúsunda, jafnvel hátt á annað hundrað þúsund krónur. Lesblinda er oftast greind í 4. bekk og því er hætta á að lestrarvandinn blásist út þar til hann reynist getur reynst ill viðráðanlegur. Lesum hraðar þjálfunarnámskeiðið er hugsað sem snemmbært inngrip og er hannað til daglegra afnota heima - fyrir brot af kostnaði lestrarkennslu síðar meir.
Snerpuæfingar í símann!
Lesum hraðar þjálfunarnámskeiðið byggir á markvissum hraða- og snerpuæfingum sem auðvelt er að framkvæma hvar og hvenær sem er.
Skráningu á námskeiðið fylgir sérstakt æfinga-"app" sem veitir þér aðgang að æfingunum í síma eða spjaldtölvu. Appið er til bæði fyrir Android og Apple tæki.
Einfalt og markvisst
Með því að æfa aðeins eitt í einu, 3-5 sinnum á dag næst athygli og endurtekning sem skilar árangri og framförum á skömmum tíma.
Hvert æfingaborð er hnitmiðað og stutt. Þannig heldur nemandinn betur athygli og árangurinn verður meiri. Með aðeins 5 æfingaumferðum á dag nást áhrif sem ómögulegt væri að ná fram með hefðbundnum aðferðum.
Einfalt - Fljótlegt- Skemmtilegt
Lesum hraðar þjálfunarnámskeiðið tekur markvisst á helstu veikleikum byrjenda í lestri. Hvort sem barnið þitt ruglast á stöfum eða hljóðar hægt og giskar, þá er ástæða til að prófa. Það er engin áhætta, því við bjóðum 100% endurgreiðsluábyrgð í 30 daga frá skráningu.